Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   mán 19. október 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Ings raðar inn mörkum - Southampton að framlengja
Danny Ings hefur slegið í gegn hjá Southampton síðan hann kom til félagsins frá Liverpool sumarið 2019.

Hinn 28 ára gamli Ings skoraði 22 mörk á síðasta tímabili í ensku úrvalsdeildinni, marki minna en markakóngurinn Jamie Vardy.

Ings var á skotskónum í 3-3 jafntefli gegn Chelea um helgina og hann hefur skorað fjögur mörk í fyrstu fimm umferðunum á þessu tímabili.

The Athletic segir frá því í dag að Southampton vonist til að markaskorarinn gangi frá nýjum samningi við félagið á næstunni.

Ings gerði þriggja ára samning við Southampton árið 2019 en félagið vill nú framlengja þann samning.
Athugasemdir
banner