Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 19. október 2021 16:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ef hún verður heil og í góðu standi skiptir það ekki máli"
Icelandair
Sif á landsliðsæfingu í dag.
Sif á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif Atladóttir mun spila á Íslandi á næsta tímabili en hún mun yfirgefa Kristianstad eftir tímabilið í Svíþjóð eftir áratug hjá sænska félaginu. Óljóst er með hvaða liði Sif mun spila á Íslandi næsta sumar.

Björn Sigurbjörnsson, eiginmaður Sifjar, er tekinn við þjálfun Selfoss en í viðtali við Vísi fyrr í þessum mánuði sagði Sif að fjölskyldan muni búa á Selfossi en hún myndi ekki mikla það fyrir sér ef hún þyrfti að keyra í 40 mínútur á æfingar á höfuðborgarsvæðinu.

Sif er 36 ára varnarmaður sem á að baki 82 landsleiki. Þorsteinn Halldórsson var spurður út í það í Teams-viðtali í dag hvort heimkoma Sifjar myndi hafa einhver áhrif á hennar stöðu í landsliðinu til lengri tíma. Framundan er lokakeppni EM næsta sumar.

„Nei, það held ég ekki. Ef hún verður heil og í góðu standi skiptir það ekki máli. Það snýst um það hvernig þú ert að spila, hvað þú ert að gera og hvernig þú fúnkerar inn í hópnum hjá okkur. Ég hef í sjálfu sér engar áhyggjur af því," sagði Steini.
Athugasemdir
banner
banner
banner