Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 19. nóvember 2020 18:30
Victor Pálsson
De Gea: Æðislegt að vera hérna
Mynd: Getty Images
David de Gea er ekki að leitast eftir því að yfirgefa Manchester United miðað við orð hans í samtali við heimasíðu félagsins.

De Gea er enn aðalmarkvörður Man Utd en margir vilja sjá Dean Henderson taka við af honum sem markvörður númer eitt - hann er í dag varamarkvörður liðsins.

Spánverjinn kom til enska félagsins frá Atletico Madrid árið 2011 og eftir erfiða byrjun hefur hann reynst traustur á Old Trafford.

„Það er æðislegt að vera hérna og mér líður eins og heima hjá mér í Manchester," sagði De Gea.

„Ég er enn sama manneskja og áður en hef þroskast. Ég kom til stórliðs þar sem tungumálið er annað, menningin er önnur og allt er öðruvísi. Ég þroskaðist mikið."

„Ég er mjög þakklátur fyrir þessi ár sem ég hef verið hér. Þau hafa verið mögnuð."

Athugasemdir
banner
banner
banner