Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 19. nóvember 2022 16:56
Brynjar Ingi Erluson
Faðir Endrick staðfestir tilboð frá PSG
Mynd: Getty Images
Franska félagið Paris Saint-Germain er eina félagið sem er í viðræðum við brasilíska félagið Palmeiras um vonarstjörnuna Endrick en þetta staðfestir Douglas, faðir leikmannsins, í viðtali við brasilíska miðla.

Endrick Felipe, sem er 16 ára gamall, skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við Palmeiras á dögunum er hann fagnaði 16 ára afmæli sínu.

Hann er talinn einn efnilegasti leikmaður heims um þessar mundir og eru öll stærstu félög heims áhugasöm.

Endrick er næsta stjarnan sem á að koma frá Brasilíu og því búist við miklu en félög þurfa að greiða að minnsta kosti 52 milljónir punda fyrir hann.

Eina félagið sem er í viðræðum við Palmeiras er Paris Saint-Germain.

„PSG er eina félagið sem hefur opnað viðræður við Palmeiras og komið með staðfest tilboð, eins og staðan er í dag. Það eru mörg félög frá mörgum mismunandi löndum sem hafa áhuga á að fá hann en PSG er búið að taka skrefið,“ sagði Douglas, faðir Endrick við Canal del Nicola.
Athugasemdir
banner
banner
banner