„Við erum með mikil gæði í hópnum. Stærsta áskorun liðsins er að finna stöðugleika. Fylkir getur unnið öll lið á góðum degi en líka tapað fyrir öllum liðum," segir Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Fylkis, en hann var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn.
Undirbúningstímabilið er komið á fulla ferð og segir Atli að nýtt þjálfarateymi sé að vinna að því að bæta varnarleik Árbæinga.
„Við ætlum að reyna að laga varnarleikinn töluvert og fá á okkur færri mörk en í fyrra. Við viljum samt að það komi ekki niður á því sem fólk kallar 'skemmtilegan fótbolta'. Boltanum verður haldið á grasinu töluvert. Fylkiseinkennin eru kraftur og barátta og við viljum líka halda í þau."
Undirbúningstímabilið er komið á fulla ferð og segir Atli að nýtt þjálfarateymi sé að vinna að því að bæta varnarleik Árbæinga.
„Við ætlum að reyna að laga varnarleikinn töluvert og fá á okkur færri mörk en í fyrra. Við viljum samt að það komi ekki niður á því sem fólk kallar 'skemmtilegan fótbolta'. Boltanum verður haldið á grasinu töluvert. Fylkiseinkennin eru kraftur og barátta og við viljum líka halda í þau."
Geoffrey Castillion velkominn aftur í Árbæinn
Atli vonast til þess að sóknarmaðurinn Geoffrey Castillion snúi aftur en hann skoraði tíu mörk í nítján leikjum með Fylki í Pepsi Max-deildinni í fyrra.
„Við misstum mikið í Castillion, sem var hvað mest áberandi í fyrra. Við viljum klárlega hafa hann áfram," segir Atli.
„Hann er að skoða sín mál úti í heimi. Stjórnin veit það betur hvernig þau mál eru nákvæmlega, þeir eru í sambandi við hann. Hann er klárlega velkominn aftur í Árbæinn, ekki spurning."
„Við erum alveg opnir fyrir því að bæta við hópinn ef góðir leikmenn bjóðast."
Getur komið skemmtilega á óvart
Fylkir hefur fengið til sín tvo nýja leikmenn í vetur. Harley Willard kom frá Víkingi Ólafsvík og hinn unga Þórð Gunnar Hafþórsson frá Vestra
„Það býr mikið í honum," segir Atli um enska kantmanninn Willard. „Hann er kannski ekki leikmaður sem allir fótboltaaðdáendur á Ísland þekkja en ég held að hann geti komið skemmtilega á óvart. Við höfum mikla trú á honum."
Þórður fer upp um tvær deildir en hann fór upp með Vestra í 2. deildinni í fyrra.
„Það er risastökk en hann hefur svarað vel á æfingum og staðið sig vel í leikjunum í vetur. Mjög öflugur spilari."
Ágætlega staddir í markvarðamálum
Markvörðurinn Aron Snær Friðriksson spilaði aðeins tíu leiki í Pepsi Max-deildinni í fyrra en hann meiddist illa. Aron er kominn til baka og hefur verið að spila í Reykjavíkurmótinu.
„Hann lítur vel út, er að æfa vel og er mjög flottu. Svo erum við með Ólaf Kristófer (Helgason), 2002 módel, sem er í yngri landsliðunum. Við erum ágætlega staddir í þeim málum," segir Atli Sveinn Þórarinsson.
Hlustaðu á viðtalið í spilaranum hér að neðan eða í gegnum Podcast forrit.
Athugasemdir