Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 20. janúar 2021 21:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Alfreð klúðraði víti í naumu tapi gegn Bayern
Alfreð skaut í stöngina.
Alfreð skaut í stöngina.
Mynd: Getty Images
Íslenski sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason klúðraði vítaspyrnu þegar Augsburg tapaði naumlega fyrir stórveldinu Bayern München í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Robert Lewandowski kom Bayern yfir með marki af vítapunktinum eftir 13 mínútur og það reyndist eina mark leiksins. Alfreð fékk dauðafæri til að jafna á 76. mínútu þegar hann tók víti fyrir Augsburg. Manuel Neuer fór í vitlaust horn en boltinn fór í stöngina. Alfreð hafði komið inn á sem varamaður fjórum mínútum áður en hann tók spyrnuna.

Það var það sem skildi á milli liðanna; Bayern skoraði úr sinni vítaspyrnu en Augsburg ekki. Bayern er á toppnum með 39 stig eftir 17 leiki. Augsburg er í 12. sæti.

Bayern er með fjögurra stiga forskot á BR Leipzig á toppnum en Leipzig vann nauman sigur gegn Union Berlín á heimavelli, 1-0. Schalke er á botni deildarinnar, tíu stigum frá öruggu sæti, eftir dramatískt tap gegn Köln en öll úrslit kvöldsins í þýsku úrvalsdeildinni má sjá hér að neðan.

RB Leipzig 1 - 0 Union Berlin
1-0 Emil Forsberg ('70 )

Freiburg 2 - 2 Eintracht Frankfurt
0-1 Amin Younes ('6 )
1-1 Roland Sallai ('32 )
2-1 Nils Petersen ('63 )
2-2 Keven Schlotterbeck ('75 , sjálfsmark)

Schalke 04 1 - 2 Koln
0-1 Rafael Czichos ('31 )
1-1 Matthew Hoppe ('57 )
1-2 Jan Thielmann ('90 )

Augsburg 0 - 1 Bayern
0-1 Robert Lewandowski ('13 , víti)
0-1 Alfred Finnbogason ('76 , Misnotað víti)

Arminia Bielefeld 3 - 0 Stuttgart
1-0 Fabian Klos ('27 )
1-1 Marc-Oliver Kempf ('47 , sjálfsmark)
2-1 Ritsu Doan ('86 )
Athugasemdir
banner
banner
banner