Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 20. febrúar 2019 10:00
Elvar Geir Magnússon
„Maður er að bíða eftir gamla góða Loga"
Hjörtur Logi Valgarðsson.
Hjörtur Logi Valgarðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlaðvarpsflóran í íslenskum fótbolta er svo sannarlega blómleg um þessar mundir. Í morgun var fyrsti þátturinn af Sjónarhóli gefinn út en um er að ræða þátt sem stuðningsmenn FH eru með.

Orri Freyr Rúnarsson útvarpsmaður spjallaði um FH við bræðurna Tómas Inga og Kára Frey, sem sjá um FH-radíó, í fyrsta þættinum og var þar meðal annars horft til baka á síðasta tímabil. Þar náði FH ekki Evrópusæti og sumarið klár vonbrigði.

Meðal umræðuefna voru bakvarðastöðurnar en FH-ingar fengu ekki mikið frá bakvörðum sínum í fyrra. Þeir telja til að mynda að Hjörtur Logi Valgarðsson eigi mikið inni.

„Þó Logi hafi ekki verið spes í fyrra þá er hann fínn í fótbolta. Maður er að bíða eftir gamla góða Loga, áður en hann fór út. Ég held að hann viti það best sjálfur. Hann var ragur að fara fram. Hann er með góða krossa en maður saknaði þeirra mikið," segir í þættinum.

„Það var heldur ekki mikið að koma úr hægri bakverðinum en þar var leikmaður sem er horfinn á braut, Viðar Ari (Jónsson). Hann var búinn að missa stöðu sína í lok tímabils. Ég væri til í að sjá tölfræði yfir hversu oft Viðar hitti samherja inn í teig, það var ekki oft."

Orri Freyr talaði um að á mestu velgengnisárum FH hafi mikið verið að koma frá bakvörðunum en það hafi vantað mikið í fyrra.

„Vonandi kemur þetta núna ef Logi stígur upp og Cédric D'Ulivo, sem ég er mjög spenntur fyrir, kemst líka í gang," segir í þættinum.

Hvað verður um Castillion?
Þeir telja að margir leikmenn eigi mikið inni frá síðasta tímabili og nefna þar til að mynda Kristin Steindórsson og Halldór Orra Björnsson.

Þá ber fyrsti þátturinn titilinn 'Hvað verður um Castillion?' en þeir telja að Geoffrey Castillion, sem afar lítið hefur náð að sýna hjá FH, muni eiga í vandræðum með að fá spiltíma í sumar og telja mögulegt að hann gæti yfirgefið félagið fyrir tímabil.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan:

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner