Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 20. febrúar 2021 18:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Ansi öruggt hjá KA gegn Víkingi Ólafsvík
Hendrickx opnaði markareiking sinn með KA.
Hendrickx opnaði markareiking sinn með KA.
Mynd: KA
Víkingur Ó. 0 - 5 KA
0-1 Nökkvi Þeyr Þórisson ('29)
0-2 Ásgeir Sigurgeirsson ('48)
0-3 Alex Bergmann Arnarsson ('57, sjálfsmark)
0-4 Ásgeir Sigurgeirsson ('65)
0-5 Jonathan Hendrickx ('88)

KA vann býsna öruggan sigur á Víking Ólafsvík þegar liðin áttust við í A-deild Lengjubikarsins í dag.

Leikurinn fór fram í Akraneshöllinni og voru það Akureyringar sem tóku forystuna á 29. mínútu. Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði markið og var staðan 0-1 í hálfleik.

Ásgeir Sigurgeirsson kom KA í 0-2 í byrjun seinni hálfleiks og þriðja markið var sjálfsmark á 57. mínútu. Stuttu síðar gerði Ásgeir annað mark sitt.

Undir lokin opnaði bakvörðurinn Jonathan Hendrickx markareiking sinn með KA. Hann gekk nýverið í raðir félagsins ásamt belgíska miðjumanninn Sebastiaan Brebels sem spilaði einnig með KA í dag.

KA er með þrjú stig eftir tvo leiki og Ólsarar eru án stiga. Þessi leikur var í riðli 1 þar sem HK, Valur, Afturelding og Grindavík eru einnig. HK er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir þrjá leiki en Valur er í öðru sæti með tvo sigra úr tveimur leikjum.
Athugasemdir
banner
banner