Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   þri 20. mars 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Sam Allardyce: Landsliðið frábærlega skipulagt hjá Heimi
88 dagar í fyrsta leik Íslands á HM
Icelandair
„Ég vil hrósa Íslendingum gríðarlega mikið fyrir þann fjölda fótboltamanna sem þjóðin býr til," sagði Sam Allardyce, stjóri Everton, í viðtali við Fótbolta.net á dögunum.

Sam er í dag stjóri Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton en á sínum tíma spiluðu Guðni Bergsson og Eiður Smári Guðjohnsen undir stjórn hans hjá Bolton. Sam segir magnað að sjá hvað margir öflugir leikmenn hafa komið frá Íslandi í gegnum tíðina.

„Allir á Íslandi ættu að vera mjög stoltir af þvo að búa til svona marga hæfileikaríka leikmenn sem spila í Evrópu sem og að komast á HM á þessu ári," sagði Sam við Fótbolta.net.

Sam hefur líkt og margir aðrir hrifist af árangri íslenska landsliðsins undanfarin ár og hann hrósar Heimi Hallgrímssyni sérstaklega fyrir hans þátt.

„Liðið hefur verið frábærlega skipulagt hjá þjálfaranum (Heimi Hallgrímssyni). Hann hefur leyft hæfileikunum í liðinu að njóta sín og ekki látið veikleikana koma í ljós. Leikmenn styðja hvorn annan og andrúmsloftið í liðinu er frábært sem hjálpar þeim þegar liðið spilar gegn öðrum liðum sem eru hæfileikaríkari. Liðsandinn og ástríðan er mikil hjá öllum leikmönnum og þjálfurum íslenska landsliðsins."

Sam segir að gengi Íslands á HM í sumar velti mikið á fyrsta leiknum gegn Argentínu í Moskvu þann 16. júní.

„Þetta veltur á því hvernig liðið byrjar. Þetta veltur mikið á fyrsta leiknum og hvernig úrslitin verða þar. Það gefur mikla vísbendingu því það skiptir ekki máli hverjum þú mætir á HM, það er erfitt að ná sigri í öllum leikjum," sagði Sam að lokum.

Sjá einnig:
Sam Allardyce í einkaviðtali um Gylfa
Athugasemdir
banner
banner