West Ham blandar sér í baráttu um Soule - City hefur áhuga á Donnarumma - PSG vill leikmenn Man Utd
   mán 20. mars 2023 21:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Marco Silva og Mitrovic ákærðir af enska sambandinu
Mynd: Getty Images

Aleksandar Mitrovic á yfir höfði sér langt bann eftir að enska fótboltasambandið ákærði leikmanninn fyrir að ýta Chris Kavanagh dómara í leik Fulham gegn Manchester United í enska bikarnum um helgina.


Sambandið segir að venjulega refsingin, sem er þriggja leikja bann, sé ekki nægilega mikil fyrir þá hegðun sem Mitrovic sýndi.

Þá var Marco Silva einnig ákærður en hann er ákærður fyrir ofbeldisfulla hegðun í garð dómara og einnig fyrir að kasta vatnsflösku í átt að aðstoðardómara.

Þá hefur félagið einnig verið sektað fyrir að hafa ekki hemil á leikmönnunum.


Enski boltinn - Ræða Conte og Mitrovic ekkert gáfnaljós
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner