Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
banner
   mið 20. apríl 2016 14:57
Magnús Már Einarsson
Geir: Draumalausn að byggja yfir Laugardalsvöll
Frá fréttamannafundinum í dag.
Frá fréttamannafundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Við erum að reyna að gera þetta mjög faglega með erlendum aðilum sem hafa mikla reynslu á þessu sviði," sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, eftir að kynntur var samningur við Borgarbrag og Lagardere Sports um að gera formlega hagkvæmisathugun á Laugardalsvelli.

Frá og með 2019 verður undankeppni EM spiluð á einu ári. Fyrstu tveir leikirnir eru þá í mars og síðustu tveir í nóvember. Ísland myndi líklega spila fyrstu tvo leikina úti sem og síðustu tvo eins og staðan er í dag. Geir vill þó ekki sjá það gerast.

„Ég tel að það sé ekki líklegt til árangurs í keppninni. Við þurfum úrbætur á vellinum. Við þurfum lágmarksbreytingar á vellinum. Við þurfum að losna við hlaupabrautina og loka til að enda til að skýla vellinum betur við veðri og vindum. Síðan sjáum við hvort þessi könnun geti leitt að sér enn stærra verkefni, sem væri fjölnota leikvangur sem gæti hýst ýmsa aðra viðburði."

Ekki búið að ræða möguleika á gervigrasi
Geir gæti séð fyrir sér að byggja yfir leikvanginn. „Það væri draumalausnin. Ef leikvangurinn ætti að taka stóra tónleika þá þyrfti að vera þak miðað við veðurfarið á Íslandi. Það er samt ekki víst að það verði niðurstaðan í þessari hagkvæmiskönnun."

Geir segir að ekki hafi verið rætt nánar hvort til greina komi að setja gervigras á Laugardalsvöll.

„Það eru skiptar skoðanir um það og sú umræða hefur ekki verið tekin. Það gæti haft veruleg áhrif ef það kemur þak á völlinn. Ég er gras maður, bestu skilyrði fyrir knattspyrnu er náttúrulegt gras."

20 þúsund manna leikvangur?
Í hagkvæmisathuguninni verður skoðað hvaða aðra starfsemi er möguleiki á að hafa á Laugardalsvelli.

„Það gæti verið áhugi fyrir rekstri á hóteli, veitingastöðum, þjónustu við nærumhverfi með íþróttasölum eða sölum fyrir menntastofnanir. Það eru ýmsir möguleikar sem tengjast líka þessum fjölda ferðamanna með því að stofna hér til viðburða,"

Ljóst er að sætum á Laugardalsvelli mun fjölga umtalsvert ef að leikvangurinn verður endurnýjaður. „Við höfum oft talað um 15 þúsund en núna er maður kannski byrjaður að tala um 20 þúsund því að gengi landsliðsins er gott í dag," sagði Geir.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner