Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   mið 20. apríl 2022 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrsti leikur Omar fyrir Breiðablik - „Ennþá að aðlagast"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Omar Sowe, lánsmaður frá New York Red Bulls, lék í gær sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Keflavík í fyrstu umferð Bestu deildarinnar.

Omar kom inn fyrir Ísak Snæ Þorvaldsson á 64. mínútu og lék til loka. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var spurður út í Omar í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Keflavík

„Mér fannst hann orkumikill og sterkur. Hann er til þess að gera frekar nýkominn, ennþá að aðlagast og að venjast nýju landi, nýjum siðum og nýju heimili. Mér fannst hann bara koma sterkur inn," sagði Óskar.

Omar er 21 árs og getur bæði spilað fremstur á vellinum eða úti á vængnum. Hann er frá Gambíu en er með bandarískan ríkisborgararétt. Hann hefur verið hjá New York Red Bulls frá árinu 2019. Þar áður lék hann með Harrison High School í New Jersey.


Óskar Hrafn: Mikilvægt að spila vel, alveg sama í hvaða leik
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner