„Aðalatriðið er að sjá ánægjuna hjá stuðningsmönnum og öllum í félaginu," sagði Vitor Pereira, stjóri Wolves, eftir sigur á Man Utd í dag.
Liðið hafði aðeins unnið tvo leiki af 16 áður en hann tók við af Gary O'Neil rétt fyrir jól. Liðið vann fimmta leikinn í röð í dag og hefur tryggt áframhaldandi veru í deildinni.
Liðið hafði aðeins unnið tvo leiki af 16 áður en hann tók við af Gary O'Neil rétt fyrir jól. Liðið vann fimmta leikinn í röð í dag og hefur tryggt áframhaldandi veru í deildinni.
„Þetta var ekki besti leikurinn okkar, kannski af því að þeir voru góðir," sagði Pereira um leikinn.
„Fyrsta markmiðið þegar ég kom var að byggja upp góða tengingu milli manna og jákvæða orku. Þegar leikmaður horfir í kringum sig á vellinum veit hann að það eru leikmenn þarna sem munu hjálpa sér. Frá fyrsta degi hef ég reynt að tengjast stuðningsmönnum til að fá þá til að trúa og gera þá stolta," sagð Pereira.
Athugasemdir