Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   mán 20. maí 2019 22:21
Sverrir Örn Einarsson
Túfa: Erum klárlega á réttri leið
Túfa þjálfari Grindavíkur
Túfa þjálfari Grindavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík vann sinn annan sigur í röð í Pepsi Max-deildinni þegar liðið lagði Fylki 1-0 í Grindavík í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Josip Zeba eftir hornspyrnu í þeim síðari og tryggði heimamönnum stigin þrjú.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  0 Fylkir

„Þetta var vinnusigur, strákarnir skildu allt eftir á vellinum og uppskera eftir því og ég er bara gríðarlega stoltur af mínum drengjum," sagði Túfa, þjálfari Grindavíkur, um leik sinna manna í kvöld.

Eftir brösótt gengi í upphafi er Grindavík komið á sigurbraut og um það sagði Tufa:

„Eins og ég hef sagt við ykkur fjölmiðla frá byrjun þá er þetta allt á uppleið og leikurinn í dag sýndi að við erum klárlega á réttri leið.“

Josip Zeba og Mark McAusland voru að öðrum ólöstuðum bestu mann vallarins í dag. Hvernig mat Túfa þeirra frammistöðu?

„Ég er mjög ánægður með Mark og Zeba en ég er líka bara ánægður með varnarleik liðsins mér hefur fundist við vera spila vel og skipuleggja varnarleikinn og þetta byrjar hjá okkur á fremsta manni alveg aftur að markmanni.“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner