Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 20. maí 2021 13:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Beckham og Gerrard inn í frægðarhöllina
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard og David Beckham urðu í dag sjötti og sjöundi leikmaðurinn til að vera vígður inn í frægðar höll ensku úrvalsdeildarinnar.

Steven Gerrard er goðsögn hjá Liverpool og stjarna David Beckham skein skært hjá Manchester United.

Beckham vann úrvalsdeildina sex sinnum og var valinn besti ungi leikmaður deildarinnar vorið 1997.

Gerrard skoraði 120 mörk í 504 úrvalsdeildarleikjum og var valinn besti leikmaður af leikmönnum deildarinnar vorið 2006.

Beckham skoraði 62 mörk í 265 deildarleikjum. Hann hélt árið 2003 til Real Madrid og lék einnig með LA Galaxy, AC Milan og PSG á sínum ferli hann er í dag eigandi Inter Miami í Bandaríkjunum.

Gerrad lék með LA Gaxy tímabilið 2015-16 og er í dag stjóri Rangers og landaði stóra titlinum þar í vetur.


Athugasemdir
banner
banner