Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 20. maí 2021 21:09
Brynjar Ingi Erluson
Oxlade-Chamberlain: Ég vil spila fyrir Liverpool
Alex Oxlade-Chamberlain
Alex Oxlade-Chamberlain
Mynd: EPA
Alex Oxlade-Chamberlain, leikmaður Liverpool, segist ánægður hjá félaginu þó svo hann hafi ekki fengið mörg tækifæri á þessari leiktíð.

Oxlade-Chamberlain hefur aðeins spilað tólf deildarleiki fyrir Liverpool á þessu tímabili en hann gerði fyrsta mark sitt í 3-0 sigrinum á Burnley í gær.

Hann hefur ekki fengið eins mikinn spiltíma og hann hafði vonast eftir en gæti þó fengið stærra hlutverk á næsta tímabili.

Gini Wijnaldum mun að öllum líkindum yfirgefa félagið í sumar og opnast því pláss fyrir Ox.

„Undanfarið hefur mér liðið mjög vel en það hefur ekki verið auðvelt að fá tækifærin. Það er stundum partur af þessu og maður er auðvitað ekkert ánægður með það," sagði hann.

„Ég hef bara haldið áfram að berjast og spurt spurninga en þetta er ekki alltaf manni í hag. Það mikilvæga er að vera einbeittur og ég er hæstánægður með að vera partur af þessu liði og spila fyrir þetta félag. Það er það sem ég vil gera," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner