Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   fös 20. maí 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Miedema áfram hjá Arsenal (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Arsenal
Í morgun bárust stórar fréttir frá Arsenal því hollenska markavélin Vivianne Miedema hefur skrifað undir nýjan samning við félagið.

Arsenal hefur ekki tekið fram hversu langur samningurinn er en talið er að hann gildi út næsta tímabil. Gamli samningurinn hennar átti að renna út í sumar.

Hún var mikið orðuð við Barcelona síðustu mánuði en hefur ákveðið að vera áfram í London.

Miedema skoraði 23 mörk í 39 leikjum í vetur þegar Arsenal endaði í 2. sæti ensku ofurdeildarinnar.
Athugasemdir