Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 20. maí 2022 14:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sögur um matareitrun ósannar - Conte segir að Kane verði í lagi
Mynd: Getty Images
Gary Lineker setti inn færslu á Twitter í hádeginu og greindi frá því að hann hefði heyrt af því að aðilar hjá Tottenham hefðu fengið matareitrun.

Fjölmiðlamaðurinn Jonathan Veal leiðréttir þessar sögur með tísti í kjölfarið. Hann greinir frá því að Harry Kane væri veikur og því hefði hann afbókað sig á fjölmiðlaviðburð seinni partinn.

„Það er engin matareitrun að herja á Tottenham," skrifar Veal á Twitter.

Tottenham á leik gegn Norwich í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag og þarf að minnsta kosti eitt stig til þess að tryggja sér Meistaradeildarsæti á komandi tímabili.

Conte sagði á fréttamannafundi í dag að stuðningsmenn Tottenham gætu andað rólega, Kane yrði í lagi fyrir lokaleikinn á sunnudag.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner