Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 20. júní 2019 14:00
Elvar Geir Magnússon
Zinchenko framlengir við Manchester City
Zinchenko (til hægri).
Zinchenko (til hægri).
Mynd: Getty Images
Úkraínumaðurinn hefur skrifað undir samning við Manchester City til 2024.

Þessi 22 ára bakvörður hefur staðið sig vel hjá Englandsmeisturnum.

„Það er erfitt að lýsa því hversu ánægður ég er með nýja samninginn. Þetta félag býður upp á allt sem þarf til að bæta sig," segir Zinchenko.

„Það var ótrúlegt að vera hluti af þessu tímabili. Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. En nú einbeitum við okkur að komandi árum og ég veit að það er velgengni framundan."

Txiki Begiristain, yfirmaður íþróttamála, hafði þetta að segja:

„Zinchenko er með mikla hæfileika og frábæran vinstri fót. Hann hefur bætt sig mikið og getur orðið enn betri."

Manchester City hyggst styrkja vörn sína fyrir komandi tímabil og eru nokkrir leikmenn í sigtinu.
Athugasemdir
banner
banner