Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 20. júní 2020 20:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Palace upp fyrir Arsenal með sigri á B'mouth
Ekki séns að verja spyrnu Luka Milivojevic.
Ekki séns að verja spyrnu Luka Milivojevic.
Mynd: Getty Images
Bournemouth 0 - 2 Crystal Palace
0-1 Luka Milivojevic ('12 )
0-2 Jordan Ayew ('23 )

Crystal Palace átti með sigri á Bournemouth færi á því að komast upp fyrir granna sína í Arsenal en Skytturnar töpuðu gegn Brighton fyrr í dag.

Palace tókst það markmið sitt, 0-2 sigur. Luka Milivojevic og Jordan Ayew skoruðu mörk gestanna. Mark Milivojevic kom beint úr aukaspyrnu á 12. mínútu, ansi laglegt hjá Serbanum.

Mark Ayew kom svo á 23. mínútu eftir undirbúning frá Patrick van Aanholt. Á 48. mínútu skoðaði Stuart Atwell hvort ætti að gefa Gary Cahill rauða spjaldið fyrir en niðurstaðan var ekkert spjald. Atwell skoðaði einnig atvik með Lewis Cook í uppbótartíma en niðurstaðan sú sama. Ekki má gefa einungis gult spjald eftir að atvik er skoðað í VAR.

Crystal Palace er með 42 stig eftir sigurinn í kvöld, tveimur stigum meira en Arsenal sem situr í 10. sætinu. Bournemouth er í miklu veseni, 18. sæti, fallsæti.

Þetta var fjórði sigur Crystal Palace í röð.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner