Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 20. júní 2020 11:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Markvörður Rostov fékk tíu mörk á sig en var maður leiksins
Denis Popov að störfum.
Denis Popov að störfum.
Mynd: Getty Images
Það er ekki oft sem markverðir eru valdir menn leiksins eftir að hafa fengið á sig tíu mörk, en það gerðist í gær. Dennis Popov var maður leiksins þrátt fyrir að hafa fengið á sig tíu mörk.

Hann varði marki Rostov í risatapi gegn Sochi í rússnesku úrvalsdeildinni.

Rostov var í fjórða sæti fyrir leikinn og Sochi í tíunda sæti, en svo fór að Sochi vann með tíu mörkum gegn einu. Leikurinn fór nefnilega fram þrátt fyrir að 42 leikmenn Rostov væru frá. Leikmennirnir voru í sóttkví eftir að sex leikmenn greindust með kórónuveiruna. Rostov tefldi fram U17 liðinu sínu og skiljanlega voru því lokatölurnar eins og þær voru.

Hinn 17 ára gamli Popov átti rosalegan leik í markinu og varði 15 skot, þar á meðal eina vítaspyrnu.

Hér að neðan má sjá myndband af nokkrum af vörslum hans.

Sjá einnig:
Ótrúlegar tölur í rússnesku úrvalsdeildinni - Allt liðið í sóttkví


Athugasemdir
banner
banner