Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   sun 20. júní 2021 22:21
Arnar Laufdal Arnarsson
Árni Vill: Erum að fara inn í klefa að hringja í Jason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum bara með tök á leiknum frá byrjun, við náum inn þessum tveimur mörkum í fyrri hálfleik og eftir það þá bara réðum við öllu inn á vellinum og kláruðum þetta síðan bara almennilega," sagði markahrókurinn Árni Vilhjálmsson sáttur eftir 4-0 sigur gegn FH í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 FH

Jason Daði Svanþórsson fellur niður eftir 33 mínútur og þurfti hann að fara af velli í sjúkrabíl, hvernig var þetta frá sjónarhorni Árna?

„Ég verð að viðurkenna ég sá ekki alveg hvað gerðist þangað til að Viktor Karl hleypur til hans og þá förum við og tékkum á honum og þá slökknaði bara á honum greyið kallinn og hann náði ekki alveg andanum, við vitum ekki alveg hvað gerðist og það var eiginlega það versta við það þegar það er ekkert högg eða neitt. Manni líður ekkert vel þegar liðsfélagar manns lenda í einhverju svona en við fengum góðar fréttir í hálfleik að hann væri allur að koma til og svo ætlum við núna að fara inn í klefa að hringja í hann og tékka á honum."

Það hægist verulega á leiknum eftir að Árni skoraði úr víti á 58. mínútu, voru menn bara saddir í stöðunni 4-0?

„Fyrir fram erum við alltaf sáttir með 4-0 stöðu en ég held samt að við viljum alltaf einhvern veginn klára leikina og þetta átti að fara 5-0 ég fæ færi í lokin sem ég á að klára ég hefði kannski átt að skrúfa hausinn betur á þar en svo þróaðist leikurinn bara þannig að við náðum að halda boltanum vel og svo eru þrír leikir í viku nánast, kannski eftir á að hyggja var betra við slökuðum aðeins á."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

Sjá einnig: Kallað eftir lækni úr stúkunni á Kópavogsvelli
Athugasemdir
banner