Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   sun 20. júní 2021 22:21
Arnar Laufdal Arnarsson
Árni Vill: Erum að fara inn í klefa að hringja í Jason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum bara með tök á leiknum frá byrjun, við náum inn þessum tveimur mörkum í fyrri hálfleik og eftir það þá bara réðum við öllu inn á vellinum og kláruðum þetta síðan bara almennilega," sagði markahrókurinn Árni Vilhjálmsson sáttur eftir 4-0 sigur gegn FH í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 FH

Jason Daði Svanþórsson fellur niður eftir 33 mínútur og þurfti hann að fara af velli í sjúkrabíl, hvernig var þetta frá sjónarhorni Árna?

„Ég verð að viðurkenna ég sá ekki alveg hvað gerðist þangað til að Viktor Karl hleypur til hans og þá förum við og tékkum á honum og þá slökknaði bara á honum greyið kallinn og hann náði ekki alveg andanum, við vitum ekki alveg hvað gerðist og það var eiginlega það versta við það þegar það er ekkert högg eða neitt. Manni líður ekkert vel þegar liðsfélagar manns lenda í einhverju svona en við fengum góðar fréttir í hálfleik að hann væri allur að koma til og svo ætlum við núna að fara inn í klefa að hringja í hann og tékka á honum."

Það hægist verulega á leiknum eftir að Árni skoraði úr víti á 58. mínútu, voru menn bara saddir í stöðunni 4-0?

„Fyrir fram erum við alltaf sáttir með 4-0 stöðu en ég held samt að við viljum alltaf einhvern veginn klára leikina og þetta átti að fara 5-0 ég fæ færi í lokin sem ég á að klára ég hefði kannski átt að skrúfa hausinn betur á þar en svo þróaðist leikurinn bara þannig að við náðum að halda boltanum vel og svo eru þrír leikir í viku nánast, kannski eftir á að hyggja var betra við slökuðum aðeins á."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

Sjá einnig: Kallað eftir lækni úr stúkunni á Kópavogsvelli
Athugasemdir
banner