Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   sun 20. júní 2021 22:21
Arnar Laufdal Arnarsson
Árni Vill: Erum að fara inn í klefa að hringja í Jason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum bara með tök á leiknum frá byrjun, við náum inn þessum tveimur mörkum í fyrri hálfleik og eftir það þá bara réðum við öllu inn á vellinum og kláruðum þetta síðan bara almennilega," sagði markahrókurinn Árni Vilhjálmsson sáttur eftir 4-0 sigur gegn FH í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 FH

Jason Daði Svanþórsson fellur niður eftir 33 mínútur og þurfti hann að fara af velli í sjúkrabíl, hvernig var þetta frá sjónarhorni Árna?

„Ég verð að viðurkenna ég sá ekki alveg hvað gerðist þangað til að Viktor Karl hleypur til hans og þá förum við og tékkum á honum og þá slökknaði bara á honum greyið kallinn og hann náði ekki alveg andanum, við vitum ekki alveg hvað gerðist og það var eiginlega það versta við það þegar það er ekkert högg eða neitt. Manni líður ekkert vel þegar liðsfélagar manns lenda í einhverju svona en við fengum góðar fréttir í hálfleik að hann væri allur að koma til og svo ætlum við núna að fara inn í klefa að hringja í hann og tékka á honum."

Það hægist verulega á leiknum eftir að Árni skoraði úr víti á 58. mínútu, voru menn bara saddir í stöðunni 4-0?

„Fyrir fram erum við alltaf sáttir með 4-0 stöðu en ég held samt að við viljum alltaf einhvern veginn klára leikina og þetta átti að fara 5-0 ég fæ færi í lokin sem ég á að klára ég hefði kannski átt að skrúfa hausinn betur á þar en svo þróaðist leikurinn bara þannig að við náðum að halda boltanum vel og svo eru þrír leikir í viku nánast, kannski eftir á að hyggja var betra við slökuðum aðeins á."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

Sjá einnig: Kallað eftir lækni úr stúkunni á Kópavogsvelli
Athugasemdir
banner