Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 20. júní 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kjartani drullusama hvað öðrum finnst - „Með mikinn sigurvilja"
Kjartan Henry er mikill karakter.
Kjartan Henry er mikill karakter.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry Finnbogason er mættur aftur í KR. Það er frábært fyrir KR-inga að fá þennan miklu sigurvegara aftur í sitt lið og kemur það til með að hjálpa þeim mikið.

Pálmi Rafn Pálmason, miðjumaður KR, var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær þar sem hann ræddi um Kjartan.

„Það er helvíti gott að hafa hann í liðinu okkar. Hann gerir ansi mikið til að vinna og gerir ansi mikið fyrir okkur á vellinum," sagði Pálmi Rafn um Kjartan.

Tómas Þór Þórðarson spurði Pálma að því hvernig hefði verið í klefanum eftir leik gegn Leikni, þar sem Kjartan stal marki af Kristján Flóka Finnbogasyni.

„Það voru engin læti, þetta er þroskaður klefi. Flóki er svo mikið toppeintak að hann hlær bara að þessu og er alveg sama... frábær stuldur hjá Kjartani. Honum er drullusama hvað öðrum finnst. Þetta lið er þannig að svo lengi sem við vinnum að þá eru menn sáttir. Það skiptir okkur engu máli hver skorar mörkin. Flóki gerði þetta unaðslega og hann getur verið ánægður með það. Hann fékk stoðsendinguna sem er ekki verra," sagði Pálmi.

Hvernig er að vera með Kjartan Henry í klefa?

„Það er vel þreytandi og mjög gott," sagði Pálmi léttur. „Hann er einn af þessum sem gerir allt til að vinna og kemur inn eftir því. Hann kemur inn í klefann með sigurvilja og með hugarfar sem er til eftirbreytni. Það er gríðarlega gott fyrir okkur að fá hann inn. Það er gaman að honum. Hann er að gera hrikalega mikið fyrir okkur, innan vallar og utan vallar. Hann er svipaður á æfingum og í leikjum. Hann rífur svipað mikið kjaft og það er gott til að halda mönnum á tánum."

Sjá einnig:
Sjáðu mörk KR í gær: Kjartan Henry stal marki af Flóka
Útvarpsþátturinn - Pálmi Rafn, Stefán Pálsson og EM
Athugasemdir
banner
banner
banner