Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 20. júlí 2018 20:22
Ívan Guðjón Baldursson
De Laurentiis vill ekki gamla karla eins og Di Maria eða Benzema
Mynd: Getty Images
Aurelio De Laurentiis eigandi Napoli segist ekki vilja fá „gamla karla" á borð við Angel Di Maria og Karim Benzema til félagsins.

Þá segir hann að Edinson Cavani geti komið aftur til félagsins sé hann tilbúinn til að skera launakröfur sínar niður um helming.

De Laurentiis var í viðtali við Radio Kiss Kiss Napoli þar sem hann fékk spurningar sem hann mátti einungis svara með „rétt" eða „rangt".

Það kom engum á óvart þegar De Laurentiis lét ekki nægja að svara einfaldlega með rétt eða rangt, enda einn skrautlegasti og opinskásti eigandi félagsliðs í knattspyrnuheiminum í dag.

„Di Maria og Benzema? Það er rangt. Ég er mjög hissa á þessum sögusögnum, ég bjóst ekki við að ritstjóri Corriere dello Sport myndi gleypa svona auðveldlega við einhverju svona. Get ég ekki treyst neinum fréttamiðli lengur?" sagði De Laurentiis.

„Af hverju ætti ég að kaupa þessa gömlu karla, með fullri virðingu? Við Ancelotti erum með samkomulag sem snýst um að þróa unga leikmenn.

„Ég ætla ekki að kaupa leikmenn bara því stuðningsmennirnir vilja það, þeir spila fótbolta á barnum! Ég virði þá en þeir þurfa að róa sig niður og leyfa okkur að sinna mikilvæga starfinu."


De Laurentiis var spurður út í fleiri leikmenn og sagðist ekki vilja Radamel Falcao því hann sé hættur að skora, þó hann hafi skorað 18 mörk í 26 deildarleikjum á síðasta tímabili.

„Cavani? Hann fær 20 milljónir í vasann á tveggja mánaða fresti. Hann er frábær en ég efast um að hann vilji helminga launakröfurnar sínar.

„Falcao? Rangt! Hann skorar ekki lengur, þetta eru allt falsfréttir."

Athugasemdir
banner
banner
banner