Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 20. júlí 2018 17:02
Ívan Guðjón Baldursson
Everton að kaupa Richarlison fyrir 50 milljónir
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar keppast við að greina frá því að Everton og Watford hafi komist að samkomulagi um félagaskipti brasilíska kantmannsins RIcharlison.

Daily Mail og Mirror greina frá þessu og þá segist fréttamaður frá Bleacher Report hafa öruggar heimildir fyrir þessum fregnum.

Richarlison er 21 árs og kom til Watford fyrir ári síðan á 11 milljónir punda. Hann fór beint í byrjunarliðið, spilaði alla 38 deildarleiki liðsins og skoraði fimm mörk.

Richarlison spilaði undir stjórn Marco Silva hjá Watford, en Silva var látinn fara í janúar eftir að hann sagðist vilja taka við Everton sem hafði boðið honum samning.

Kaupverðið er sagt vera 50 milljónir punda og kemur það mörgum á óvart, en Silva telur sig vita nákvæmlega hvað býr í Richarlison og vill fá hann sama hvað það kostar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner