Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 20. júlí 2018 21:31
Ívan Guðjón Baldursson
Kalinic hafnaði verðlaunapening: Ég spilaði ekki
Mynd: Getty Images
Nikola Kalinic, sóknarmaður AC Milan og króatíska landsliðsins, var sendur heim af heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar.

Kalinic var á bekknum í fyrsta leik riðlakeppninnar þegar Króatía lagði Nígeríu að velli. Hann átti að koma inná undir lok leiksins en neitaði að spila vegna bakvandamáls.

Hann var sendur heim í kjölfarið því þjálfarinn vildi ekki hafa leikmann með í för sem væri ekki leikhæfur.

Króatíska knattspyrnusambandið reyndi að koma silfurmedalíu til Kalinic en sóknarmaðurinn neitaði.

„Takk fyrir verðlaunapeninginn en ég spilaði ekki í Rússlandi," sagði Kalinic.
Athugasemdir
banner
banner
banner