Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 20. ágúst 2018 16:30
Magnús Már Einarsson
Gunnhildur Yrsa ofarlega á mörgum listum í Bandaríkjunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur átt góðu gengi að fagna með Utah Royals í NWSL deildinni í Bandaríkjunum á þessu tímabili.

Eins og sjá má á töflu sem fylgir fréttinni þá hefur Gunnhildur Yrsa spilað allar mínútur Utah á tímabilinu.

Að auki hefur hún fengið langflestar aukaspyrnur í deildinni og er ofarlega á listanum þegar kemur að flestum návígum og skallaeinvígum.

Gunnhildur Yrsa er einnig í fjórða sæti yfir flestar sendingar og þriðja sæti yfir flestar snertingar á bolta.

Gunnhildur Yrsa er á sínum stað í íslenska landsliðshópnum fyrir komandi stórleiki gegn Þýskalandi og Tékklandi.

Athugasemdir
banner
banner