Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 20. september 2019 09:04
Magnús Már Einarsson
Maddison gæti farið til Man Utd eða Liverpool
Powerade
James Maddison.
James Maddison.
Mynd: Getty Images
Það kostar mikið að reka Zidane.
Það kostar mikið að reka Zidane.
Mynd: Getty Images
Slúðrið er áhugavert í dag líkt og alla aðra daga.



Liverpool hefur hafið viðræður við Sadio Mane (27) um nýjan fimm og hálfs árs samning. Mane yrði þá launahæsti leikmaður liðsins með 220 þúsund pund. (Star)

Real Madrid þyrfti að greiða 80 milljónir evra (70,5 milljónir punda) til að reka Zinedine Zidane. (Sport)

Barcelona ætlar að selja nokkra leikmenn í janúar. Ivan Rakitic (31), Samuel Umtiti (25) og Arturo Vidal (25) gætu allir farið. (Marca)

Barcelona er nýjasta félagið sem er orðað við Erling Braut Haaland (19) framherja Salzburg. Normaðurinn skoraði þrennu með Red Bull Salzburg í Meistaradeildinni í vikunni. (Mundo Deportivo)

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, telur að það gæti orðið erfitt fyrir James Maddison (22) að hafna tilboði frá stóru félagi eins og Manchester United eða Liverpool. (Sun)

Leicester vill fá svipað háa fjárhæð fyrir Maddison og Harry Maguire sem fór til Manchester United á 80 milljónir punda í sumar. (Standard)

Stan Kroenke, eigandi Arsenal, notaði eigin pening til að fjármagna félagaskipti í sumar í stað þess að nota pening úr rekstri félagsins. (Mirror)

Shkodran Mustafi, varnarmaður Arsenal, segist vera til í að fara frá félaginu ef rétt tilboð kemur. (Mail)

Chelsea vonast til að ökklameiðsli miðjumannsins Mason Mount (20) séu ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. Mount meiddist gegn Valencia í vikunni. (Standard)

Leicester sendi njósnara til að skoða Andre Almeida, bakvörð Benfica, í leik gegn Leipzig í Meistaradeildinni í vikunni. (Record)

Xherdan Shaqiri (27) segist vera svolítið svekktur yfir litlum spiltíma hjá Liverpool en hann segist þó vera sáttur hjá félaginu. (Liverpool Echo)

Everton og Newcastle eru að fylgjast með Josef Martinez (25) framherja Atlanta. (Chronicle)

Watford vonast til að hafa betur gegn Hull í baráttunni um Kevin Harletun (19) framherja Malmö í Svíþjóð. (Sun)

Jack Grelalish (24) miðjumaður Aston Villa, vonast til að komast í enska landsliðshópinn með góðri frammistöðu á tímabilinu. John Terry, aðstoðarstjóri Aston Villa, talaði við Grealish og sagði að hann ætti að stefna á landsliðssæti. (Standard)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner