Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fös 20. september 2019 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Stærsta íþróttamót ársins í Mosfellsbæ
Frá Weetos-mótinu.
Frá Weetos-mótinu.
Mynd: Raggi Óla
Weetos-mótið í knattspyrnu var haldið við frábærar aðstæður á Tungubakkavelli lokahelgina í ágúst. Mótið er hluti af bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, og var sett þátttökumet í ár.

Um 270 lið í 6. og 7. flokki karla og kvenna tóku þátt í mótinu í ár og komu lið hvaðan­æva af landinu til að taka þátt í þessu árlega móti sem Afturelding hefur staðið að um árabil.

Stærsta íþróttamót árins í Mosfellsbæ
Weetos-mótið er stærsta íþróttamót sem haldið er á hverju ári í Mosfellsbæ. Markmið mótsins er fyrst og fremst að leyfa okkar mikil­vægasta fótboltafólki að njóta sín, skemmta sér og hafa gaman af.

Í ár fengu krakkarnir frábæra heimsókn frá landsliðsfólkinu Birki Má Sævarssyni, Hallberu Gísladóttur og Sif Atladóttur.

Mótahald af þessari stærðargráðu er mikið púsluspil. Til að allt gangi upp treystir knattspyrnudeild Aftureldingar á sjálfboðaliða við skipulagningu mótsins, dómgæslu, sjoppuvaktir, bílastæðavaktir og ótal önnur verkefni sem fylgja móti sem þessu.
Afturelding vill koma á framfæri kærum þökkum til allra þeirra sjálfboðaliða sem tóku þátt í að gera mótið í ár að því stærsta frá upphafi.

Knattspyrnufólk framtíðarinnar
Ekki má gleyma aðalstyrktaraðila mótsins, Weetos, sem styrkir mótið myndarlega og hjálpar Aftureldingu við að taka myndarlega á móti framtíðarknattspyrnufólki okkar. Knattspyrnudeild Aftureldingar er í skýjunum með hvernig til tókst og hlakkar til að taka á móti knattspyrnufólki frá öllum landshornum í Mosfellsbæ á næsta ári.
Athugasemdir
banner