Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   fös 20. september 2019 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Stærsta íþróttamót ársins í Mosfellsbæ
Frá Weetos-mótinu.
Frá Weetos-mótinu.
Mynd: Raggi Óla
Weetos-mótið í knattspyrnu var haldið við frábærar aðstæður á Tungubakkavelli lokahelgina í ágúst. Mótið er hluti af bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, og var sett þátttökumet í ár.

Um 270 lið í 6. og 7. flokki karla og kvenna tóku þátt í mótinu í ár og komu lið hvaðan­æva af landinu til að taka þátt í þessu árlega móti sem Afturelding hefur staðið að um árabil.

Stærsta íþróttamót árins í Mosfellsbæ
Weetos-mótið er stærsta íþróttamót sem haldið er á hverju ári í Mosfellsbæ. Markmið mótsins er fyrst og fremst að leyfa okkar mikil­vægasta fótboltafólki að njóta sín, skemmta sér og hafa gaman af.

Í ár fengu krakkarnir frábæra heimsókn frá landsliðsfólkinu Birki Má Sævarssyni, Hallberu Gísladóttur og Sif Atladóttur.

Mótahald af þessari stærðargráðu er mikið púsluspil. Til að allt gangi upp treystir knattspyrnudeild Aftureldingar á sjálfboðaliða við skipulagningu mótsins, dómgæslu, sjoppuvaktir, bílastæðavaktir og ótal önnur verkefni sem fylgja móti sem þessu.
Afturelding vill koma á framfæri kærum þökkum til allra þeirra sjálfboðaliða sem tóku þátt í að gera mótið í ár að því stærsta frá upphafi.

Knattspyrnufólk framtíðarinnar
Ekki má gleyma aðalstyrktaraðila mótsins, Weetos, sem styrkir mótið myndarlega og hjálpar Aftureldingu við að taka myndarlega á móti framtíðarknattspyrnufólki okkar. Knattspyrnudeild Aftureldingar er í skýjunum með hvernig til tókst og hlakkar til að taka á móti knattspyrnufólki frá öllum landshornum í Mosfellsbæ á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner