Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
banner
   sun 20. september 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Chelsea mætir Liverpool í stórleik
Það eru fjórir leikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag sem verða allir sýndir beint á sportstöð Símans.

Southampton tekur á móti Tottenham fyrir hádegi en bæði lið töpuðu 1-0 í fyrstu umferð. Danski miðjumaðurinn Pierre-Emile Hojbjerg gæti þá mætt sínum fyrrum liðsfélögum.

Newcastle tekur á móti Brighton í öðrum leik dagsins áður en stórleikur Chelsea og Liverpool hefst.

Þar verður afar gaman að sjá öflugt lið Chelsea mæta ríkjandi Englandsmeisturum, en bæði lið áttu erfitt uppdráttar gegn nýliðum úrvalsdeildarinnar í fyrstu umferð.

Leicester tekur á móti Burnley í síðasta leik dagsins og verður Jóhann Berg Guðmundsson ekki með, enda er hann meiddur enn eina ferðina.

Leikir dagsins:
11:00 Southampton - Tottenham (Síminn)
13:00 Newcastle - Brighton (Síminn)
15:30 Chelsea - Liverpool (Síminn)
18:00 Leicester - Burnley (Síminn)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner