Mbappe fær frest frá Real Madrid - Richarlison á óskalista Sádi-Arabíu - Madueke vill yfirgefa Chelsea
   mið 20. september 2023 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Veisla á Laugardalsvelli fyrir leikinn gegn Wales á föstudag
Mynd: KSÍ

Ísland mætir Wales í Þjóðadeild UEFA á föstudagskvöldið en leikið verður á Laugardalsvelli. Það verður blásið til veislu í Laugardalnum fyrir leikinn sem hefst 18:00.


Svæðið opnar klukkan 17:00 og á svæðinu verða matarvagnar, veislutjöld frá Víking, andlitsmálun, sala á landsliðsvörum og tónlist í boði DJ Dóru Júlíu.

Stuðningsmenn eru hvattir til að mæta snemma á völlinn og styðja stelpurnar okkar!

Enn er hægt að fá miða á leikinn en miða sala er á Tix.is. Smelltu hér til að kaupa miða.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner