Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   þri 20. október 2020 11:30
Elvar Geir Magnússon
Sex af níu spá því að Man Utd sitji eftir í riðlinum
Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fer af stað í dag og í tilefni þess þá spáðu íþróttafréttamenn Mirror í spilin fyrir keppnina.

Níu settu inn sína spá en athyglisvert er að sex af þeim spá því að Manchester United muni ekki komst upp úr riðli sínum í keppninni.

United er með PSG, RB Leipzig og Istanbúl Basaksehir í erfiðum H-riðli.

Ríkjandi Evrópumeistarar í Bayern München eru líklegastir til að vinna keppnina á þessu tímabili. Átta af níu spá því að Bæjarar verji titil sinn en einn spáir því að Liverpool muni standa uppi sem sigurvegari.

Smelltu hér til að sjá hvaða leikir eru í dag
Athugasemdir
banner