Það er kominn hálfleikur í leik Paris Saint-Germain og Manchester United í Meistaradeildinni.
Staðan í hálfleik er 1-0 fyrir United og kom markið úr vítaspyrnu.
Bruno Fernandes fór á punktinn, en hann klúðraði vítaspyrnu í 4-1 sigrinum á Newcastle um síðustu helgi. Svo fór að Kaylor Navas varði frá Portúgalanum.
Fernandes var hins vegar heppinn og fékk aðra tilraun þar sem Navas var kominn allur af marklínunni áður en fyrirliði Man Utd sparkaði í boltann.
Fernandes skoraði í annarri tilraun og því leiðir United í hálfleik í höfuðborg Frakklands.
Rules are rules.
— Goal (@goal) October 20, 2020
Keylor Navas was off his line.#PSGMUN #UCL pic.twitter.com/jcfcqNFFeo
Athugasemdir