„Auðvitað er þetta góð tilfinning," sagði Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, eftir 2-1 útisigur á Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni í kvöld.
Rashford skoraði sigurmarkið fyrir United, og var hann hetja kvöldsins fyrir Rauðu djöflana. Það var hann líka í mars í fyrra þegar hann skoraði úr vítaspyrnu í uppbótartíma gegn PSG í París til að tryggja United áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.
„Við unnum leikinn og það er mikilvægast. Staðan okkar í riðlinum er góð en þetta er bara einn leikur. Einbeitingin sem við sýndum í dag, við verðum að taka það með okkur í næsta leik."
„Þetta var góð frammistaða en við verðum líka að byggja ofan á hana. Ég trúi alltaf á liðið. Það er mikilvægt fyrir okkur sem leikmenn að trúa á kerfið sem knattspyrnustjórinn ákveður að spila. Þetta var erfitt en við gerðum frábærlega."
„Hver leikur krefst þess að við spilum mismunandi taktík og gefum mismunandi frammistöðu. Það verður að haldast er áræðnin í okkar leik. Við vorum á fullu í 90 mínútur og erum mjög ánægðir í dag," sagði Rashford við BT Sport.
Athugasemdir