Newcastle tilkynnti í morgun að Steve Bruce væri hættur sem stjóri félagsins. Þessar fréttir koma aðeins þrettán dögum eftir að Sádi-Arabarnir keyptu Newcastle.
Hver verður næsti stjóri Newcastle? BBC tók saman nöfn tíu nöfn sem hafa verið til umræðu hjá stuðningsmönnum, sérfræðingum og veðbönkum.
Hver verður næsti stjóri Newcastle? BBC tók saman nöfn tíu nöfn sem hafa verið til umræðu hjá stuðningsmönnum, sérfræðingum og veðbönkum.
Rafael Benítez - Hefðu kaupin gengið í gegn í sumar þá væri Benítez væntanlega stjóri Newcastle í dag. Gríðarlega vinsæll meðal stuðningsmanna. En Spánverjinn tók við Everton í sumar og virðist hafa útilokað endurtkomu á St James's Park á þessum tímapunkti.
Paulo Fonseca - Portúgalinn sem stýrði Roma var næstum tekinn við Tottenham í sumar. Hefur einnig verið þekktur fyrir að spila skemmtilegan sóknarbolta.
Roberto Mancini - Gætu Arabarnir lokkað Mancini úr þjálfarastól ítalska landsliðsins þegar um eitt ár er í HM í Katar? Mancini var maðurinn sem stýrði Manchester City til fyrsta Englandsmeistaratitilsins eftir að Sheikh Mansour keypti félagið.
Athugasemdir