Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 20. nóvember 2019 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
De Bruyne ekki sáttur með fyrirfram ákveðinn drátt á EM
Drátturinn fyrir EM á næsta ári hefur verið gagnrýndur harðlega að undanförnu og hefur Kevin De Bruyne, lykilmaður í landsliði Belgíu, tjáð sig um málið.

De Bruyne er ekki sáttur með þá staðreynd að búið sé að ákveða mótherja Belgíu í lokakeppninni.

Mótið á næsta ári fer fram með algjörlega nýjum hætti þar sem spilað verður í 12 löndum víða um Evrópu. Þau lönd sem fá hýsingarrétt geta ekki verið saman í riðli og þá mega Rússland og Úkraína ekki mætast í riðlakeppninni.

Þetta, í bland við aðra þætti, þýðir að Belgía, sem rúllaði upp undanriðlinum sínum með fullt hús stiga, verður með Rússlandi og Danmörku í riðli.

„Þetta er til skammar. Fyrir mér er verið að skemma mótið. Þetta er sorglegt en fótbolti snýst sífellt meira og meira um hagnað," sagði De Bruyne.
Athugasemdir
banner