Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 20. nóvember 2019 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
De Bruyne ekki sáttur með fyrirfram ákveðinn drátt á EM
De Bruyne hefur skorað 19 mörk í 74 keppnisleikjum með Belgíu. Hann er 28 ára gamall.
De Bruyne hefur skorað 19 mörk í 74 keppnisleikjum með Belgíu. Hann er 28 ára gamall.
Mynd: Getty Images
Drátturinn fyrir EM á næsta ári hefur verið gagnrýndur harðlega að undanförnu og hefur Kevin De Bruyne, lykilmaður í landsliði Belgíu, tjáð sig um málið.

De Bruyne er ekki sáttur með þá staðreynd að búið sé að ákveða mótherja Belgíu í lokakeppninni.

Mótið á næsta ári fer fram með algjörlega nýjum hætti þar sem spilað verður í 12 löndum víða um Evrópu. Þau lönd sem fá hýsingarrétt geta ekki verið saman í riðli og þá mega Rússland og Úkraína ekki mætast í riðlakeppninni.

Þetta, í bland við aðra þætti, þýðir að Belgía, sem rúllaði upp undanriðlinum sínum með fullt hús stiga, verður með Rússlandi og Danmörku í riðli.

„Þetta er til skammar. Fyrir mér er verið að skemma mótið. Þetta er sorglegt en fótbolti snýst sífellt meira og meira um hagnað," sagði De Bruyne.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner