sun 20. nóvember 2022 20:38
Ívan Guðjón Baldursson
Þurftu að aðskilja Martial frá ungum Dan Gore
Martial gæti endað með mikla ábyrgð á herðum sér í vor.
Martial gæti endað með mikla ábyrgð á herðum sér í vor.
Mynd: Getty Images

Anthony Martial brást illa við á æfingu Manchester United í HM-hlénu og er búinn að biðja liðsfélaga sína afsökunar á hegðun sinni.


Erik ten Hag neyddist til að stöðva æfingu Rauðu djöflanna í síðustu viku til að aðskilja Martial að frá U18 ungstirninu Dan Gore, sem var fenginn til Man Utd frá Burnley síðasta sumar.

Gore tæklaði Martial hressilega og brást Martial við með því að slá frá sér og virtist hvorugur leikmaður ætla að hörfa þar til þeir voru aðskildir nokkrum andartökum síðar.

Ten Hag útskýrði fyrir Gore að það ætti ekki að tækla leikmenn úr aðalliðinu í æfingaleikjum á æfingasvæðinu og baðst Martial afsökunar á viðbrögðum sínum.

Martial, 26 ára, var ekki valinn í landsliðshóp Frakklands þó að Karim Benzema hafi dregið sig úr hópnum vegna meiðsla. Hann gæti þó sinnt risastóru hlutverki fyrir Man Utd á tímabilinu ef félagið kaupir ekki nýjan sóknarmann í janúar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner