Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
banner
   mán 20. nóvember 2023 20:11
Brynjar Ingi Erluson
Fer Varane til Þýskalands?
Mynd: Getty Images
Stjórnarmenn Bayern München eru að ræða þann möguleika að fá Raphael Varane, varnarmann Manchester United, til félagsins í janúarglugganum. Þetta segir Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi.

Varane er ekki í plönum Erik ten Hag, stjóra United, eins og staðan er í dag.

Ten Hag hefur valið það að spila Jonny Evans, Harry Maguire og Victor Lindelöf á undan Varane, sem er nú að hugsa sér til hreyfings, en hann hefur undanfarnar vikur verið orðaður við félög í Sádi-Arabíu.

Plettenberg segir að nú sé nafn Varane komið á borð stjórnar Bayern München.

Laun Varane eru það eina sem stendur í vegi fyrir Bayern en hann er að þéna um 15 milljónir punda í árslaun. Félagið mun áfram fylgjast með stöðunni og íhugar jafnvel að fá hann á láni í janúar.

Talið er að leikmaðurinn sé falur fyrir 26 milljónir punda en það þykir þó ólíklegt að United sé reiðubúið að sleppa Varane á miðju tímabili og þá sérstaklega þegar margir leikmenn eru frá vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner