Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 21. janúar 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Skagafréttir 
Arnór Sig hélt fyrirlestur fyrir grunnskólabörn á Akranesi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson er tvítugur kantmaður sem leikur fyrir CSKA Moskvu í rússneska boltanum.

Hann er meðal launahæstu atvinnumanna Íslands og á 8 A-landsleiki að baki.

Arnór ólst upp á Akranesi og lék 9 keppnisleiki fyrir meistaraflokk ÍA áður en hann var seldur til Norrköping í Svíþjóð. Á Akranesi var hann nemandi við Grundaskóla og ákvað hann að heimsækja gamla skólann sinn til að halda fyrirlestur fyrir nemendur í 6. og 7. bekk.

Fyrirlesturinn ber heitið „Hafðu trú á sjálfum þér" og ræddi meðal annars um mikilvægi þess að setja sér markmið, hafa metnað í námi og íþróttum, fara út fyrir þægindarammann og vera góð manneskja.

Arnór hefur gert 7 mörk í 34 deildarleikjum frá komu sinni til Rússlands. Vetrarfríið þar í landi er næstum þrír mánuðir og er CSKA því aðeins að spila æfingaleiki þar til rússneska deildin fer aftur af stað í lok febrúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner