Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. janúar 2021 15:00
Magnús Már Einarsson
Klopp: Lítur mjög vel út hjá Van Dijk
Van Dijk meiddist í grannaslag gegn Everton í október.
Van Dijk meiddist í grannaslag gegn Everton í október.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er ánægður með góðan bata hjá Virgil van Dijk. Van Dijk sleit krossband gegn Everton þann 17. október en endurhæfing hans gengur vel.

Klopp segir þó of snemmt að segja til um hvenær Van Dijk verður klár í slaginn á ný.

„Ég veit ekki hvað er mögulegt og hvað er ekki mögulegt. Ég veit ekki hvort ég sé rétti maðurinn til að dæma um það 100% en hann lítur mjög vel út," sagði Klopp.

„Ég ræddi við hann í morgun í gegnum síma og hann er í mjög góðu skapi svo þetta lítur mjög vel út. Ég veit ekki hvenær hann kemur til baka."

„Það eru margar hindranir sem hann á eftir að komast í gegnum, það er klárt. Ég varð fyrir þessum meiðslum sjálfur. Við vitum ekki hversu lengi hann verður frá eða hvernig endurhæfingin mun ganga en hann lítur virkilega vel út."


Athugasemdir
banner