Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. janúar 2021 13:30
Elvar Geir Magnússon
Mögulega verður EM ekki alls staðar
Aleksander Ceferin.
Aleksander Ceferin.
Mynd: Getty Images
Aleksander Ceferin, forseti UEFA, er að skoða það hvort réttast sé að halda EM í sumar í einu landi í stað þess að dreifa mótinu um Evrópu.

EM átti að vera í fyrra en var fært aftur um eitt ár vegna heimsfaraldursins. Áætlað er að halda mótið í tólf borgum en Covid-19 hefur breytt stöðunni.

„Við megum ekki gleyma því að þessi hugmynd að mótinu var teiknuð upp þegar Covid-19 var ekki til. Forráðamenn UEFA vildu halda fótboltasýningu um alla Evrópu," segir Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern München.

„En ég veit að Ceferin, sem tekur enga áhættu varðandi veiruna, er að skoða það hvort það væri réttast að halda mótið í einu landi."

London, Glasgow, Dublin, Bilbao, Amstedam, Kaupmannahöfn, München, Róm, Pétursborg, Búkarest, Búdapest og Baku eru borgirnar sem eiga að halda mótið.

Ceferin sagði í síðustu viku að hann vonaðist að koma bóluefna gæti gert það að verkum að hægt væri að halda sig við planið.
Athugasemdir
banner
banner
banner