Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   þri 21. janúar 2025 18:57
Elvar Geir Magnússon
Þór Akureyri fær varnarmann frá Fílabeinsströndinni (Staðfest)
Lengjudeildin
Þór Akureyri hefur fengið nýjan varnarmann, hann er Fílabeinsstrendingur sem heitir Yann Emmanuel Affi og er 29 ára gamall.

Hann mun leika með Þórsliðinu í Lengjudeildinni á komandi leiktíð. Þór endaði í tíunda sæti deildarinnar í fyrra en varnarleikur liðsins var ekki góður.

Affi hefur leikið stærstan hluta ferils síns í Hvíta-Rússlandi en hann kemur til Þórs frá stóru félagi þar í landi, BATE Borisov. Áður lék Affi með Torpedo BelAz, Dynamo Brest og Gomel í Hvíta-Rússlandi og varð bikarmeistari með Gomel 2022.

Affi hefur einnig leikið í Finnlandi þar sem hann lék með FC Oulu í finnsku úrvalsdeildinni árið 2023.

„Við bjóðum Affi velkominn í Þorpið og hlökkum til að fylgjast með honum í baráttunni í sumar," segir í tilkynningu Þórs en Affi skrifaði undir tveggja ára samning.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner