Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fös 21. febrúar 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu viðbrögðin þegar nasisti truflaði þögnina í Frankfurt
Haldin var mínútu þögn fyrir viðureign Eintracht Frankfurt og RB Salzburg í Evrópudeildinni í gærkvöldi.

Þögnin var til virðingar við fjölskyldur fórnarlamba eftir hræðilega skotárás nálægt Frankfurt. Árásin var framkvæmd af nýnasista og létust ellefu manns.

Eftir smá stund af þögn heyrðist einn nýnasistinn hrópa og brugðust áhorfendur einróma við.

Fyrstu viðbrögð voru að baula en eftir nokkrar sekúndur byrjuðu allir áhorfendur að syngja samtaka „út með nasistana".

Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir