Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 21. mars 2023 09:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Greindi frá stöðunni á þeim sem voru fjarverandi - „Lúkkar mjög vel"
Andri Rúnar.
Andri Rúnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tæpar þrjár vikur eru nú í fyrsta leik í Íslandsmóti. Næst á dagskrá hjá Val er æfingaferð til Spánar og svo tekur við úrslitaleikur Lengjubikarsins. Í undanúrslitaleiknum voru þrír leikmenn á meistaraflokksaldri fjarverandi. Það voru þeir Andri Rúnar Bjarnason, Orri Sigurður Ómarsson og Patrick Pedersen.

Arnar Grétrsson var spurður út í þessa þrjá í viðtali eftir leikinn gegn Víkingi á laugardag.

Verður Andri Rúnar í hóp í fyrsta leik í deild þegar ÍBV mætir í heimsókn?

„Já, ég á ekki von á öðru. Þegar hann kemur er hann ekki búinn að æfa fótbolta og er í smá basli með mjöðmina á sér. Við höfum tekið skref fyrir skref, hann hefur verið með á æfingum. Hann lúkkar mjög vel en við þurfum að gefa honum tíma. Við eigum ennþá inni nokkra leikmenn og ég hlakka til að fá þá alla inn. Þá verður meiri að stilla upp byrjunarliði, þá ertu með enn sterkari bekk og það hjálpar," sagði Arnar. Það má fylgja með að Andri fékk í dag félagaskipti frá ÍBV, er kominn með leikheimild hjá Val.

„Orri er á sínum stað [að jafna sig eftir krossbandsslit], ég geri ráð fyrir því að hann byrji að æfa eitthvað með okkur í æfingaferðinni úti."

„Það er aðeins lengra í Patrick, núna eru komnar átta vikur frá aðgerð. Fljótasta endurkoma er þrír mánuðir - fjórar vikur í viðbót. Algengt er hins vegar fimm mánuðir. Við erum að horfa á líklega enda maí þar sem hann gæti verið leikfær."

„Um leið og þú færð þessa leikmenn inn styrkist hópurinn og æfingar verða betri og svo framvegis. Tilhlökkunarefni,"
sagði Arnar að lokum.
Arnar Grétars: Ástæðan fyrir því að við erum ekki að fá á okkur mörk
Athugasemdir
banner
banner