Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   þri 21. mars 2023 20:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Í þriggja ára bann fyrir að kalla Vinicius Junior apa

Vinicius Junior leikmaður Real Madrid hefur orðið fyrir skelfilegum fordómum á þessari leiktíð. Síðast gegn Barcelona í El Clasico um helgina.


Þar heyrðist í stuðningsmönnum Barcelona syngja mjög ljóta söngva um leikmanninn.

Carlo Ancelotti stjóri Real hefur áður tjáð sig um ofbeldið þar sem hann hvatti spænsk stjórnvöld að taka alvarlega á þessum málum.

Einn stuðningsmaður Mallorca hefur verið kærður fyrir rasisma í garð Vinicius Junior en það átti sér stað í leik liðanna í apríl. Vinicius mun bera vitni í því máli síðar.

Stuðningsmaðurinn náðist á myndband kalla Vinicius apa.

Mallorca hóf sína eigin rannsókn á málinu og mun setja manninn í þriggja ára bann frá velli félagsins.


Athugasemdir
banner
banner