Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   fös 21. apríl 2023 11:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Breiðablik mætir Fram í Árbænum
Würth völlurinn
Würth völlurinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breyting hefur orðið á því hvar Breiðablik mætir Fram í 4. umferð Bestu deildar karla. Leikurinn er heimaleikur Breiðabliks en í lengri tíma hefur verið vitað að ekki yrði hægt að spila á Kópavogsvelli vegna framkvæmda þar.

Niðurstaðan er sú að leikurinn fer fram á Würth vellinum í Árbæ, heimavelli Fylkis. Leikurinn fer fram föstudaginn 28. apríl og hefur verið færður aftur um 45 mínútur og hefst því klukkan 20:00 en ekki 19:15 eins leiktíminn var fyrir breytingu.

„Fylkisvöllurinn er frábær, góður og fallegur völlur og góð umgjörð. Við förum þangað, eigum enga annarra kosta völ, það verður búið að taka upp gervigrasið okkar. Fyrst við þurfum að fara eitthvað þá er Fylkisvöllurinn mjög góður kostur," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali eftir bikarsigurinn gegn Fjölni á miðvikudag.

Næsti leikur Breiðabliks er hins vegar gegn ÍBV í 3. umferð deildarinnar. Sá leikur fer fram á Hásteinsvelli á sunnudag.
Óskar Hrafn eftir sigur á Fjölni: Ég er bara glaður
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner