Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   sun 21. apríl 2024 16:31
Brynjar Ingi Erluson
Hvað er eiginlega í gangi á Wembley?
Ótrúlegasta endurkoma bikarsins á þessu tímabili
Ótrúlegasta endurkoma bikarsins á þessu tímabili
Mynd: Getty Images
Enska B-deildarliðið Coventry City er búið að jafna í 3-3 gegn Manchester United í undanúrslitum bikarsins á Wembley og það eftir að hafa lent þremur mörkum undir.

United-menn voru að sigla þessu örugglega heim. Scott McTominay og Harry Maguire skoruðu í fyrri hálfleik og Bruno Fernandes bætti við þriðja á 58. mínútu.

Þægileg forysta og United á leið í undanúrslit en á síðustu tuttugu mínútunum kom ótrúleg endurkoma Coventry.

Ellis Simms gaf þeim von með því að skora á 71. mínútu. Hann var aleinn í teignum þegar fyrirgjöfin kom frá hægri og setti hann örugglega í hægra hornið.

Átta mínútum síðar kom annað markið sem var algjör skrípamark en Callum O'Hare skaut boltanum í varnarmann og flaut hann hátt upp í loft og efst í vinstra hornið.

Sex mínútum var bætt við venjulegan leiktíma og þegar nokkrar mínútur voru liðnar af honum fékk Aaron Wan-Bissaka boltann í handlegginn og vítaspyrna dæmd.

Haji Wright skoraði úr spyrnunni og kom Coventry á ótrúlegan hátt í framlengingu, sem hefst innan skamms.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner