Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
   mán 21. apríl 2025 21:54
Ívan Guðjón Baldursson
Anderson og Sels himinlifandi eftir Tottenham
Mynd: Nottingham Forest
Mynd: EPA
Nottingham Forest hafði betur á útivelli gegn Tottenham Hotspur í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni.

Elliot Anderson var í byrjunarliði Forest og skoraði fyrsta mark leiksins en svo var það markvörðurinn Matz Sels sem hélt forystunni til leiksloka. Sels átti stórleik og urðu lokatölur 1-2 fyrir Forest þökk sé markvörslunum hans.

Forest fer upp í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar með þessum sigri þegar fimm umferðir eru eftir af tímabilinu. Það er ótrúlega hörð barátta um síðustu Meistaradeildarsætin en Forest er svo gott sem búið að tryggja sér sæti í Evrópukeppni fyrir næstu leiktíð.

„Þetta eru risastór úrslit fyrir okkur, það er frábært að koma á þennan erfiða völl og ná í þrjú stig. Við byrjuðum ótrúlega vel, við nýttum færin okkar og vörðumst vel allan leikinn. Við erum komnir með orðspor að það er erfitt að skora gegn okkur, það er erfitt að sigra okkur. Við erum með sterka vörn og með góða sóknarleikmenn, við verðum að halda áfram á þessari braut," sagði Anderson eftir lokaflautið og hélt áfram.

„Þetta var mjög erfiður leikur gegn sterkum andstæðingum og það hjálpaði okkur að skipta yfir í fimm manna varnarlínu í seinni hálfleik. Við þurftum á þessum sigri að halda eftir tvo tapleiki í röð og núna er mikilvægt að leggja allt í sölurnar í næstu leikjum. Við verðum að halda í trúna þar til á síðustu sekúndu."

Sels tók undir orð liðsfélaga síns þegar myndavélarnar beindust að honum.

„Það var mikilvægt að sigra í kvöld eftir síðustu tapleiki. Við heimsóttum sterka andstæðinga og við stóðum okkur vel. Þetta var ekki auðvelt en við vörðumst vel og gáfum þeim ekki nein opin marktækifæri. Upplagið í seinni hálfleik var að verjast og við gerðum það vel.

„Vanalega eru 66 stig nóg til að ná í Meistaradeildarsæti en það er ekki sagan á þessu tímabili. Öll liðin í kringum okkur halda áfram að sigra sína leiki og við þurfum að ná í fleiri stig í þessum síðustu fimm umferðum. Við getum verið stoltir af okkar tímabili sama í hvaða sæti við endum. Við munum gera allt í okkar valdi til að enda í einu af fimm efstu sætunum."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 18 13 3 2 33 11 +22 42
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 18 12 3 3 29 19 +10 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 18 8 5 5 30 19 +11 29
6 Man Utd 18 8 5 5 32 28 +4 29
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
9 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
10 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
11 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
12 Everton 18 7 4 7 18 20 -2 25
13 Brighton 18 6 6 6 26 25 +1 24
14 Newcastle 18 6 5 7 23 23 0 23
15 Bournemouth 18 5 7 6 27 33 -6 22
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 18 5 3 10 18 28 -10 18
18 West Ham 18 3 4 11 19 36 -17 13
19 Burnley 18 3 3 12 19 34 -15 12
20 Wolves 18 0 2 16 10 39 -29 2
Athugasemdir
banner