Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Skagamanna, var nokkuð sáttur með stigið eftir 1-1 jafntefli gegn Fylki í dag.
ÍA lenti undir í leiknum og náðu að jafna metin stuttu eftir mark Fylkis. Gunnlaugi fannst leikurinn kaflaskiptur.
ÍA lenti undir í leiknum og náðu að jafna metin stuttu eftir mark Fylkis. Gunnlaugi fannst leikurinn kaflaskiptur.
Lestu um leikinn: ÍA 1 - 1 Fylkir
„Hann var kaflaskiptur leikurinn. Byrjuðum kannski ekki nægilega vel, en eftir að þeir komust yfir þá komum við ágætlega til baka og gerðum tvö mörk, þó annað þeirra hafi verið dæmt af,“ sagði Gulli eftir leik.
„Við vorum kannski í smá basli í seinni hálfleik þannig að ég virði þetta stig.“
Mark var dæmt af Skagamönnum í fyrri hálfleik, en Gulli segist ekki hafa séð atvikið nægilega vel til þess að dæma um það núna.
„Ég sé það ekki nógu vel, þarf að skoða það aðeins betur. Ég held að þessi myndavél þarna hafi verið á góðum stað, en vissulega svekkjandi að það skildi ekki gilda.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | |
Athugasemdir






















