Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. maí 2019 11:30
Hafliði Breiðfjörð
Aron Bjarki spilaði með grímu í gærkvöldi
Aron Bjarki í leiknum í gær.
Aron Bjarki í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Aron Bjarki Jósepsson varnarmaður KR vakti athygli í leiknum gegn HK í Pepsi Max-deild karla í gærkvöldi því hann var mættur á völlinn með grímu fyrir andlitinu.

Lestu um leikinn: KR 3 - 2 HK

Aron Bjarki nefbrotnaði í leiknum gegn Dalvík/Reyni í Mjólkurbikarnum 1. maí síðastliðinn en hann skoraði tvö mörk í leiknum.

Þegar hann skoraði seinna markið í uppbótartíma skallaði hann á markið en fékk mikið höfuðhögg í leiðinni og lá eftir óvígur á vellinum. Honum var svo í kjölfarið skipt af velli.

Hann missti af næstu leikjum þar til honum var skipt inná eftir tæplega klukkutíma leik í gær.

„Ég nefbrotnaði í bikarleiknum gegn Dalvík fyrir þremur vikum. Þá var bara að láta smíða grímu á sig hjá Össur til að geta æft og spilað," sagði Aron Bjarki við Fótbolta.net.

„Ég þarf að vera með grímuna í um það bil þrjár til sex vikur. Það fer svolítið eftir því hvernig batinn gengur en ég get vonandi sleppt henni fljótlega."

„Ef ég fæ högg á nefið of snemma er hætt við því að það brotni aftur upp,"
sagði Aron Bjarki en á meðfylgjandi mynd má sjá hann með grímuna í leiknum í gær.
Athugasemdir
banner
banner